Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 09:49 Það var létt yfir þeim félögum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39