Egyptar unnu slag Afríkuríkjanna í riðli Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 17:29 Mohamed Ramadan skoraði átta mörk fyrir Egypta í dag. Vísir/AFP Egyptaland er komið með tvö stig í C-riðli eftir afar öruggan sigur á Alsír, 34-20, í Al Sadd-höllinni á HM í Katar. Eftir jafnar upphafsmínútur datt botninn úr leik Alsíringa og gengu Egyptar á lagið. Þeir skoruðu tíu af síðustu þrettán mörkum fyrri hálfleiks og gerðu þar með út um leikinn. Eins og gefur að skilja varð leikurinn aldrei spennandi í síðari hálfleik. Alsíringar gerðu hvað sem þeir gátu til að rétta sinn hlut og beittu ýmsum brögðum til þess. En forystu Egyptanna var aldrei ógnað. Ísland mætir Alsír í Al Sadd-höllinni í Doha á sunnudag klukkan 16.00 og miðað við frammistöðu þeirra síðarnefndu í dag má leiða líkur á því að Alsír er með slakasta lið riðilsins. Markverðir liðanna vörðu aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik og 3-2-1 vörn liðsins var leikin sundur og saman hvað eftir annað af sprækum Egyptum. Það var frábær stemning í höllinni og stuðningsmenn liðanna fjölmennir - þó var stór meirihluti þeirra á bandi Egypta. Ísland mætir Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar og ljóst að um afar mikilvægan leik gæti verið að ræða fyrir bæði lið. Alsíringar voru sem fyrr segir mjög fljótir að bugast eftir að hafa spilað ágætlega á upphafsmínútunum. En liðið hafði enga getu til að halda úti framliggjandi vörn sinni né heldur hafði það markvörsluna með sér. Afar fáir tóku af skarið í sókninni. Leikstjórnandinn Khaled Chentout var sá eini sem náði að ógna að utan en helsta vopn liðsins var að leita inn á línuna til Hichem Kaabeche. Egyptarnir léku á als oddi og leyfðu sér að hvíla leikstjórnandann Eslam Issa og skyttuna Mohamed Elbassiouny lengst af í síðari hálfleik en báðir spiluðu vel í þeim fyrri. 3-2-1 vörn liðsins var öflug og fyrir aftan hana átti Karim Handawy góðan leik í markinu. Issa var markahæstur Egypta með fimm mörk en Kaabeche skoraði sex fyrir Alsíringa. Egyptar mæta næst Frökkum klukkan 18.00 á sunnudag. HM 2015 í Katar Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Egyptaland er komið með tvö stig í C-riðli eftir afar öruggan sigur á Alsír, 34-20, í Al Sadd-höllinni á HM í Katar. Eftir jafnar upphafsmínútur datt botninn úr leik Alsíringa og gengu Egyptar á lagið. Þeir skoruðu tíu af síðustu þrettán mörkum fyrri hálfleiks og gerðu þar með út um leikinn. Eins og gefur að skilja varð leikurinn aldrei spennandi í síðari hálfleik. Alsíringar gerðu hvað sem þeir gátu til að rétta sinn hlut og beittu ýmsum brögðum til þess. En forystu Egyptanna var aldrei ógnað. Ísland mætir Alsír í Al Sadd-höllinni í Doha á sunnudag klukkan 16.00 og miðað við frammistöðu þeirra síðarnefndu í dag má leiða líkur á því að Alsír er með slakasta lið riðilsins. Markverðir liðanna vörðu aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik og 3-2-1 vörn liðsins var leikin sundur og saman hvað eftir annað af sprækum Egyptum. Það var frábær stemning í höllinni og stuðningsmenn liðanna fjölmennir - þó var stór meirihluti þeirra á bandi Egypta. Ísland mætir Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar og ljóst að um afar mikilvægan leik gæti verið að ræða fyrir bæði lið. Alsíringar voru sem fyrr segir mjög fljótir að bugast eftir að hafa spilað ágætlega á upphafsmínútunum. En liðið hafði enga getu til að halda úti framliggjandi vörn sinni né heldur hafði það markvörsluna með sér. Afar fáir tóku af skarið í sókninni. Leikstjórnandinn Khaled Chentout var sá eini sem náði að ógna að utan en helsta vopn liðsins var að leita inn á línuna til Hichem Kaabeche. Egyptarnir léku á als oddi og leyfðu sér að hvíla leikstjórnandann Eslam Issa og skyttuna Mohamed Elbassiouny lengst af í síðari hálfleik en báðir spiluðu vel í þeim fyrri. 3-2-1 vörn liðsins var öflug og fyrir aftan hana átti Karim Handawy góðan leik í markinu. Issa var markahæstur Egypta með fimm mörk en Kaabeche skoraði sex fyrir Alsíringa. Egyptar mæta næst Frökkum klukkan 18.00 á sunnudag.
HM 2015 í Katar Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira