Kristján Arason: Guðjón Valur er besti hraðaupphlaupsmaður allra tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 19:39 Guðjón Valur Sigurðsson og Kristján Arason. Vísir/Stefán Kristján Arason, einn af þremur sem hafa skorað yfir þúsund mörk fyrir íslenska handboltalandsliðið, segir Ísland vera með fleiri sigurvegara í sínu liði heldur en Svíþjóð. Þjóðirnar mætast á morgun á HM í handbolta í Katar. Kristján verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í keppninni og hann telur að Svíagrýlan sé ekki lengur til staðar. Kristján var í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að Svíagrýlan sé nú farin en Svíarnir eru góðir og hafa alltaf verið góðir. Svíarnir hafa átt í erfiðleikum síðustu ár en þeir fóru svolítið létt með okkur út í Svíþjóð um daginn þó að það sé lítið að marka þann leik því við vorum svolítið að hvíla okkar menn. Þetta verður erfiður leikur," sagði Kristján Arason. Svíum er spáð inn á topp átta en íslenska liðinu bara tólfta sæti. Hvað segir Kristján um þær spár? „Ég held að það sé helmingsmögulegar á sigri. Handboltinn er þannig í dag að ef þú stendur lengur í uppsettri vörn þá ertu að vinna leikina. Þetta gengur rosalega mikið út á það að spila góðan varnarleik og keyra hraðaupphlaup. Ef okkur tekst að ljúka sóknunum og komast aftur í vörn þá tel ég að við eigum möguleika," sagði Kristján. „Það er mjög erfitt að spila á móti Svíum ef að þeir spila með sína góðu 6:0 vörn og sína frábæru markmenn. Þeir eru eins og við með góð hraðaupphlaup en ég vil samt meina að okkar hraðaupphlaup séu enn öflugri með Guðjón Val sem er að mínu mati besti hraðaupphlaupsmaður allra tíma," sagði Kristján. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Kristján Arason hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Kristján Arason, einn af þremur sem hafa skorað yfir þúsund mörk fyrir íslenska handboltalandsliðið, segir Ísland vera með fleiri sigurvegara í sínu liði heldur en Svíþjóð. Þjóðirnar mætast á morgun á HM í handbolta í Katar. Kristján verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í keppninni og hann telur að Svíagrýlan sé ekki lengur til staðar. Kristján var í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að Svíagrýlan sé nú farin en Svíarnir eru góðir og hafa alltaf verið góðir. Svíarnir hafa átt í erfiðleikum síðustu ár en þeir fóru svolítið létt með okkur út í Svíþjóð um daginn þó að það sé lítið að marka þann leik því við vorum svolítið að hvíla okkar menn. Þetta verður erfiður leikur," sagði Kristján Arason. Svíum er spáð inn á topp átta en íslenska liðinu bara tólfta sæti. Hvað segir Kristján um þær spár? „Ég held að það sé helmingsmögulegar á sigri. Handboltinn er þannig í dag að ef þú stendur lengur í uppsettri vörn þá ertu að vinna leikina. Þetta gengur rosalega mikið út á það að spila góðan varnarleik og keyra hraðaupphlaup. Ef okkur tekst að ljúka sóknunum og komast aftur í vörn þá tel ég að við eigum möguleika," sagði Kristján. „Það er mjög erfitt að spila á móti Svíum ef að þeir spila með sína góðu 6:0 vörn og sína frábæru markmenn. Þeir eru eins og við með góð hraðaupphlaup en ég vil samt meina að okkar hraðaupphlaup séu enn öflugri með Guðjón Val sem er að mínu mati besti hraðaupphlaupsmaður allra tíma," sagði Kristján. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Kristján Arason hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira