Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar.
Er hugsað vel um þarfir íþróttamannanna og aðstaðan sem strákunum er boðið upp á er væntanlega ein sú besta sem þeir hafa komist í.
Okkar menn voru mættir á æfingu í morgun og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson tók upp stutt myndband af búningsklefanum sem hann birti á Instagram-síðu sinni.
Þó svo Björgvin fari ansi hratt yfir með símann þá má sjá að klefinn er algjörlega til fyrirmyndar. Mikið pláss, nuddpottur og fín aðstaða fyrir sjúkraþjálfun.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Handbolti