Nöddesbo: Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel Arnar Björnsson í Katar skrifar 29. janúar 2015 17:00 Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti