Apple á of mikið af peningum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2015 14:04 Vísir/AP Tæknirisinn Apple, sem setti í gær met í hagnaði á ársfjórðungi, á svo mikið af peningum að forsvarsmenn tæknirisans vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Á fyrsta ársfjórðungi efnahagsárs fyrirtækisins var hagnaðurinn um 18 milljarðar dala. Í heildina á fyrirtækið 142 milljarða dala á bók, sem samsvarar tæplega 19 þúsund milljörðum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla á Íslandi árið 2013 var 1.873 milljarðar króna. Í rauninni á fyrirtækið 178 milljarða en skuldir þess eru 35 milljarðar.Sjá einnig: Apple setur met í hagnaði. Á vef BBC segir að fyrirtækið eignist peninga hraðar en þeir geti eytt þeim. Þá er vandamál, hvernig mögulegt sé að hluthafar græði á þessu peningafjalli. Stærstu kaup fyrirtækisins voru gerð þegar Apple keypti tónlistarveituna Beats, en það fyrirtæki kostaði 3 milljarða dala. Þar að auki er áætlað að fyrirtækið muni í heildina hafa varið fimm milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva. Einhverjir hluthafar hafa farið fram á að Apple kaupi af þeim hlutafé og komi þannig hagnaðinum yfir á hluthafa. Einn þeirra höfðaði mál gegn fyrirtækinu til að fá þessu framgengt. Á síðasta ári keypti Apple hlutabréf í fyrirtækinu fyrir um 49 milljarða dala. Fréttaveitan Reuters segir að niðurstöður uppgjörsins, sem kynntar voru í gær, muni auka hraða hlutabréfakaupanna og telja sumir greinendur að fyrirtækið muni jafnvel kaupa hlutabréf fyrir um 200 milljarða dala á árinu. Gengi Apple hefur hækkað gífurlega í dag, eftir að uppgjörið var kynnt í gær. Á ári hefur gengið hækkað um 39 prósent. Tækni Tengdar fréttir Gómaður með 94 iPhone límda við sig Smyglari notaði límband til að festa á sig símana og reyndi að koma þeim til Kína. 13. janúar 2015 13:45 Apple Watch á markað í apríl Fyrsta snjallúr tæknirisans var kynnt í september, en talið er að sala þess muni ganga vel. 28. janúar 2015 13:08 Apple setur met í hagnaði Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi og er hann átján milljarðar bandaríkjadala. 28. janúar 2015 08:02 Stálu 240 iPhone 6 í Kína Þrír menn grófu sig inn í vöruskemmu til að koma höndum yfir síma frá Apple. 7. janúar 2015 23:51 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisinn Apple, sem setti í gær met í hagnaði á ársfjórðungi, á svo mikið af peningum að forsvarsmenn tæknirisans vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Á fyrsta ársfjórðungi efnahagsárs fyrirtækisins var hagnaðurinn um 18 milljarðar dala. Í heildina á fyrirtækið 142 milljarða dala á bók, sem samsvarar tæplega 19 þúsund milljörðum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla á Íslandi árið 2013 var 1.873 milljarðar króna. Í rauninni á fyrirtækið 178 milljarða en skuldir þess eru 35 milljarðar.Sjá einnig: Apple setur met í hagnaði. Á vef BBC segir að fyrirtækið eignist peninga hraðar en þeir geti eytt þeim. Þá er vandamál, hvernig mögulegt sé að hluthafar græði á þessu peningafjalli. Stærstu kaup fyrirtækisins voru gerð þegar Apple keypti tónlistarveituna Beats, en það fyrirtæki kostaði 3 milljarða dala. Þar að auki er áætlað að fyrirtækið muni í heildina hafa varið fimm milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva. Einhverjir hluthafar hafa farið fram á að Apple kaupi af þeim hlutafé og komi þannig hagnaðinum yfir á hluthafa. Einn þeirra höfðaði mál gegn fyrirtækinu til að fá þessu framgengt. Á síðasta ári keypti Apple hlutabréf í fyrirtækinu fyrir um 49 milljarða dala. Fréttaveitan Reuters segir að niðurstöður uppgjörsins, sem kynntar voru í gær, muni auka hraða hlutabréfakaupanna og telja sumir greinendur að fyrirtækið muni jafnvel kaupa hlutabréf fyrir um 200 milljarða dala á árinu. Gengi Apple hefur hækkað gífurlega í dag, eftir að uppgjörið var kynnt í gær. Á ári hefur gengið hækkað um 39 prósent.
Tækni Tengdar fréttir Gómaður með 94 iPhone límda við sig Smyglari notaði límband til að festa á sig símana og reyndi að koma þeim til Kína. 13. janúar 2015 13:45 Apple Watch á markað í apríl Fyrsta snjallúr tæknirisans var kynnt í september, en talið er að sala þess muni ganga vel. 28. janúar 2015 13:08 Apple setur met í hagnaði Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi og er hann átján milljarðar bandaríkjadala. 28. janúar 2015 08:02 Stálu 240 iPhone 6 í Kína Þrír menn grófu sig inn í vöruskemmu til að koma höndum yfir síma frá Apple. 7. janúar 2015 23:51 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gómaður með 94 iPhone límda við sig Smyglari notaði límband til að festa á sig símana og reyndi að koma þeim til Kína. 13. janúar 2015 13:45
Apple Watch á markað í apríl Fyrsta snjallúr tæknirisans var kynnt í september, en talið er að sala þess muni ganga vel. 28. janúar 2015 13:08
Apple setur met í hagnaði Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi og er hann átján milljarðar bandaríkjadala. 28. janúar 2015 08:02
Stálu 240 iPhone 6 í Kína Þrír menn grófu sig inn í vöruskemmu til að koma höndum yfir síma frá Apple. 7. janúar 2015 23:51