Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Arnar Björnsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. En var hann ekki með smá móral yfir því að hafa unnið þá svona örugglega? „Jú ég er það en það þýðir ekkert að vera að hugsa um það. Ég er að starfa fyrir danska landsliðið og maður gefur allt í það sem maður á. Þegar maður tekur þátt í íþróttaleik þá undirbýr maður sitt lið og er með algjöra einbeitingu á því að finna leiðir til að brjóta niður íslensku vörnina og sóknarleik þeirra. Þetta er svona ískalt og maður getur ekkert verið að fara í einhverjar tilfinningar gagnvart þessu. Ég þakkaði auðvitað íslensku leikmönnunum fyrir leikinn því mér fannst það mikilvægt," sagði Guðmundur. Guðmundur er mikill keppnismaður og oft þegar hann stýrði íslenska landsliðinu var hann ekkert að skipta of mikið þrátt fyrir að öruggur sigur væri í vændum, hann vildi alltaf meira. Auðveldaði það honum að hvíla lykilmenn Dana í lokin þegar sigur þeirra dönsku blasti við.“ „Ég vil ekki segja það. Það var mikilvægt fyrir okkur að hvíla menn. Við vorum kannski búnir að vinna leikinn og því mikilvægt að hvíla ákveðna lykilmenn því okkar bíður erfiður leikur," sagði Guðmundur. Þú vildir ekki vinna leikinn með of miklum mun? „Það er nú bara eins og það er en þetta þróaðist bara svona. Mér fannst Íslendingar berjast allan tímann og þeir gáfu allt í þetta. Það var til fyrirmyndar að þeir héldu allir áfram og ótrúlegt að sjá mann eins og Alexander Petersson sem gaf allt í þetta fram á síðustu sekúndu. Mér fannst það í raun stórkostleg upplifun," sagði Guðmundur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Guðmund hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. En var hann ekki með smá móral yfir því að hafa unnið þá svona örugglega? „Jú ég er það en það þýðir ekkert að vera að hugsa um það. Ég er að starfa fyrir danska landsliðið og maður gefur allt í það sem maður á. Þegar maður tekur þátt í íþróttaleik þá undirbýr maður sitt lið og er með algjöra einbeitingu á því að finna leiðir til að brjóta niður íslensku vörnina og sóknarleik þeirra. Þetta er svona ískalt og maður getur ekkert verið að fara í einhverjar tilfinningar gagnvart þessu. Ég þakkaði auðvitað íslensku leikmönnunum fyrir leikinn því mér fannst það mikilvægt," sagði Guðmundur. Guðmundur er mikill keppnismaður og oft þegar hann stýrði íslenska landsliðinu var hann ekkert að skipta of mikið þrátt fyrir að öruggur sigur væri í vændum, hann vildi alltaf meira. Auðveldaði það honum að hvíla lykilmenn Dana í lokin þegar sigur þeirra dönsku blasti við.“ „Ég vil ekki segja það. Það var mikilvægt fyrir okkur að hvíla menn. Við vorum kannski búnir að vinna leikinn og því mikilvægt að hvíla ákveðna lykilmenn því okkar bíður erfiður leikur," sagði Guðmundur. Þú vildir ekki vinna leikinn með of miklum mun? „Það er nú bara eins og það er en þetta þróaðist bara svona. Mér fannst Íslendingar berjast allan tímann og þeir gáfu allt í þetta. Það var til fyrirmyndar að þeir héldu allir áfram og ótrúlegt að sjá mann eins og Alexander Petersson sem gaf allt í þetta fram á síðustu sekúndu. Mér fannst það í raun stórkostleg upplifun," sagði Guðmundur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Guðmund hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira