Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Arnar Björnsson í Katar skrifar 26. janúar 2015 21:01 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. Var aldrei möguleiki á því að vinna Danina? „Ekki eftir fyrstu 10 mínúturnar. Við áttum möguleika fyrir leik en þeir hurfu strax í byrjun. Þeir hlupu yfir okkur með hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og við réðum ekki við það," sagði Björgvin Páll. Hvers vegna voruð þið enn og aftur að gefa mótherjanum þetta forskot í leikjum í keppninni? „Við erum auðvitað að mæta einu besta hraðaupphlaupsliði í heiminum og til að vinna lið eins og Dani verður að spila fullkominn sóknarleik eða að hlaupa fullkomlega til baka. Við gerðum hvorugt í kvöld. Það var leiðinlegt að ná ekki að gera leik úr þessu," sagði Björgvin Páll. Er það ásættanlegt að komast í 16 liða úrslit eða átti liðið að gera betur? „Við viljum alltaf komast í hóp 10 bestu og það er alltaf markmiðið. Það tókst því miður ekki í þetta skiptið og við áttum það ekki skilið miðað við hvernig við spiluðum. En þrátt fyrir að þá er margt sem við þurfum að læra. Framundan eru erfiðir leikir sem við verðum að vinna í undankeppni Evrópumótsins. Það er súrt að falla úr leik á HM og það gegn Dönum sem við höfum yfirleitt mætt í hörkuleikjum og leiðinlegt að ná ekki að stríða þeim meira en þetta," sagði Björgvin Páll. Verður erfitt að fara heim í háttinn og melta þennan leik? „Já þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að sjokkið sé ekki komið strax, það kemur inni í klefa þegar maður fattar að þetta er búið. Þetta hvarf bara allt í einu. Planið var að komast lengra. Þetta mót er búið að vera undarlegt því vorum alltaf með í kollinum að hver einasti leikur myndi styrkja okkur andlega. Það er því leiðinlegra að hafa tapað leiknum í byrjun ef við hefðum haldið okkur inni í leiknum hefði ég haldið að þeir hefðu brotnað. Það er grútfúlt að falla úr leik og sérstaklega á móti Dönum," sagði Björgvin Páll. HM 2015 í Katar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. Var aldrei möguleiki á því að vinna Danina? „Ekki eftir fyrstu 10 mínúturnar. Við áttum möguleika fyrir leik en þeir hurfu strax í byrjun. Þeir hlupu yfir okkur með hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og við réðum ekki við það," sagði Björgvin Páll. Hvers vegna voruð þið enn og aftur að gefa mótherjanum þetta forskot í leikjum í keppninni? „Við erum auðvitað að mæta einu besta hraðaupphlaupsliði í heiminum og til að vinna lið eins og Dani verður að spila fullkominn sóknarleik eða að hlaupa fullkomlega til baka. Við gerðum hvorugt í kvöld. Það var leiðinlegt að ná ekki að gera leik úr þessu," sagði Björgvin Páll. Er það ásættanlegt að komast í 16 liða úrslit eða átti liðið að gera betur? „Við viljum alltaf komast í hóp 10 bestu og það er alltaf markmiðið. Það tókst því miður ekki í þetta skiptið og við áttum það ekki skilið miðað við hvernig við spiluðum. En þrátt fyrir að þá er margt sem við þurfum að læra. Framundan eru erfiðir leikir sem við verðum að vinna í undankeppni Evrópumótsins. Það er súrt að falla úr leik á HM og það gegn Dönum sem við höfum yfirleitt mætt í hörkuleikjum og leiðinlegt að ná ekki að stríða þeim meira en þetta," sagði Björgvin Páll. Verður erfitt að fara heim í háttinn og melta þennan leik? „Já þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að sjokkið sé ekki komið strax, það kemur inni í klefa þegar maður fattar að þetta er búið. Þetta hvarf bara allt í einu. Planið var að komast lengra. Þetta mót er búið að vera undarlegt því vorum alltaf með í kollinum að hver einasti leikur myndi styrkja okkur andlega. Það er því leiðinlegra að hafa tapað leiknum í byrjun ef við hefðum haldið okkur inni í leiknum hefði ég haldið að þeir hefðu brotnað. Það er grútfúlt að falla úr leik og sérstaklega á móti Dönum," sagði Björgvin Páll.
HM 2015 í Katar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira