Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Arnar Björnsson í Katar skrifar 26. janúar 2015 21:01 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. Var aldrei möguleiki á því að vinna Danina? „Ekki eftir fyrstu 10 mínúturnar. Við áttum möguleika fyrir leik en þeir hurfu strax í byrjun. Þeir hlupu yfir okkur með hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og við réðum ekki við það," sagði Björgvin Páll. Hvers vegna voruð þið enn og aftur að gefa mótherjanum þetta forskot í leikjum í keppninni? „Við erum auðvitað að mæta einu besta hraðaupphlaupsliði í heiminum og til að vinna lið eins og Dani verður að spila fullkominn sóknarleik eða að hlaupa fullkomlega til baka. Við gerðum hvorugt í kvöld. Það var leiðinlegt að ná ekki að gera leik úr þessu," sagði Björgvin Páll. Er það ásættanlegt að komast í 16 liða úrslit eða átti liðið að gera betur? „Við viljum alltaf komast í hóp 10 bestu og það er alltaf markmiðið. Það tókst því miður ekki í þetta skiptið og við áttum það ekki skilið miðað við hvernig við spiluðum. En þrátt fyrir að þá er margt sem við þurfum að læra. Framundan eru erfiðir leikir sem við verðum að vinna í undankeppni Evrópumótsins. Það er súrt að falla úr leik á HM og það gegn Dönum sem við höfum yfirleitt mætt í hörkuleikjum og leiðinlegt að ná ekki að stríða þeim meira en þetta," sagði Björgvin Páll. Verður erfitt að fara heim í háttinn og melta þennan leik? „Já þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að sjokkið sé ekki komið strax, það kemur inni í klefa þegar maður fattar að þetta er búið. Þetta hvarf bara allt í einu. Planið var að komast lengra. Þetta mót er búið að vera undarlegt því vorum alltaf með í kollinum að hver einasti leikur myndi styrkja okkur andlega. Það er því leiðinlegra að hafa tapað leiknum í byrjun ef við hefðum haldið okkur inni í leiknum hefði ég haldið að þeir hefðu brotnað. Það er grútfúlt að falla úr leik og sérstaklega á móti Dönum," sagði Björgvin Páll. HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. Var aldrei möguleiki á því að vinna Danina? „Ekki eftir fyrstu 10 mínúturnar. Við áttum möguleika fyrir leik en þeir hurfu strax í byrjun. Þeir hlupu yfir okkur með hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og við réðum ekki við það," sagði Björgvin Páll. Hvers vegna voruð þið enn og aftur að gefa mótherjanum þetta forskot í leikjum í keppninni? „Við erum auðvitað að mæta einu besta hraðaupphlaupsliði í heiminum og til að vinna lið eins og Dani verður að spila fullkominn sóknarleik eða að hlaupa fullkomlega til baka. Við gerðum hvorugt í kvöld. Það var leiðinlegt að ná ekki að gera leik úr þessu," sagði Björgvin Páll. Er það ásættanlegt að komast í 16 liða úrslit eða átti liðið að gera betur? „Við viljum alltaf komast í hóp 10 bestu og það er alltaf markmiðið. Það tókst því miður ekki í þetta skiptið og við áttum það ekki skilið miðað við hvernig við spiluðum. En þrátt fyrir að þá er margt sem við þurfum að læra. Framundan eru erfiðir leikir sem við verðum að vinna í undankeppni Evrópumótsins. Það er súrt að falla úr leik á HM og það gegn Dönum sem við höfum yfirleitt mætt í hörkuleikjum og leiðinlegt að ná ekki að stríða þeim meira en þetta," sagði Björgvin Páll. Verður erfitt að fara heim í háttinn og melta þennan leik? „Já þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að sjokkið sé ekki komið strax, það kemur inni í klefa þegar maður fattar að þetta er búið. Þetta hvarf bara allt í einu. Planið var að komast lengra. Þetta mót er búið að vera undarlegt því vorum alltaf með í kollinum að hver einasti leikur myndi styrkja okkur andlega. Það er því leiðinlegra að hafa tapað leiknum í byrjun ef við hefðum haldið okkur inni í leiknum hefði ég haldið að þeir hefðu brotnað. Það er grútfúlt að falla úr leik og sérstaklega á móti Dönum," sagði Björgvin Páll.
HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira