Handbolti

Gaupi: Ekkert fór meira í taugarnar á Gumma en að tapa fyrir Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Danir-Íslendingar á handboltavellinum - þetta eru jafnir leikir. Guðmundur Guðmundsson er við stjórnvölinn. Aron Kristjánsson þarf ekkert að segja neitt fyrir leikinn,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður HM-kvölds, við sérfræðinga sína í þættinum á laugardaginn.

„Ég er alveg sammála því,“ sagði Guðjón Guðmundsson, en Ísland vann Danmörku á æfingamóti í Danmörku fyrir heimsmeistaramótið.

„Við verðum að spila agað á móti Dönum og við megum ekki missa leikinn frá okkur strax. Þeir munu keyra hrikalega hratt á okkur og nýta sér það þegar við erum að skipta á milli varnar og sóknar.“

„Það fór ekkert meira í taugarnar á Guðmundi Guðmundssyni en að tapa fyrir Íslendingum á æfingamótinu í Danmörku. Hann sagði að það væri fínt að tapa, það hefði verið góð lexía. Hann meinti ekkert með því,“ sagði Guðjón.

Kristján Arason sagði líkurnar ekki miklar, en eins og allir væri hann til í að fella Danina. „Líkurnar eru á móti okkur, en við sýndum það í Danmörku að við getum unnið þá. Það væri æðislegt að vinna þá.“

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×