Handbolti

Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Höddi Magg, Gaupi og Kristján Ara fara yfir leikinn hjá strákunum okkar í kvöld.
Höddi Magg, Gaupi og Kristján Ara fara yfir leikinn hjá strákunum okkar í kvöld. vísir/pjetur
Það verður boðið upp á handboltaveislu á Stöð 2 Sport í kvöld eins og flesta aðra daga þessar vikurnar.

Tveir stórleikir í 16 liða úrslitunum verða sýndir beint og svo verður HM-kvöld á dagskrá eftir seinni leikinn þar sem farið verður yfir leik Íslands og Danmerkur og aðrir leikir dagsins skoðaðir.

Veislan hefst með stórleik Pólverja og Svía í 16 liða úrslitum mótsins, en bæði lið hafa spilað mjög vel á mótinu. Svíar höfnuðu í öðru sæti C-riðils en Pólland í þriðja sæti hins firnasterka D-riðils.

Sá leikur hefst klukkan 15.30, en klukkan 18.00 verður viðuregn Frakka og Argentínumanna í beinni útsendingu. Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka mega ekki slá slöku við gegn virkilega skemmtilegu liði Argentínu sem skildi Rússa eftir í D-riðlinum.

Eftir seinni leikinn eða klukkan 20.00 verður HM-kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fara yfir leik Íslands og Danmerkur. Umsjónarmaður sem fyrr er Hörður Magnússon.

Handboltinn í kvöld á Stöð 2 Sport

15.30 Pólland - Svíþjóð

18.00 Frakkland - Argentína

18.00 Ísland - Danmörk (RÚV)

20.00 HM-kvöld


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×