Ekki annað að sjá en Egyptar hafi lagt sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2015 16:32 Strákarnir okkar fögnuðu flottum sigri í gær. Vísir/Eva Björk Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland! HM 2015 í Katar Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland!
HM 2015 í Katar Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira