Ekki annað að sjá en Egyptar hafi lagt sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2015 16:32 Strákarnir okkar fögnuðu flottum sigri í gær. Vísir/Eva Björk Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland! HM 2015 í Katar Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland!
HM 2015 í Katar Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn