Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 07:30 Róbert og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrum landsliðsmaður, fagna sigrinum á Egyptalandi. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson á von á skemmtilegum leik gegn Danmörku á HM í dag en Ísland mætir þá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í 16-liða úrslitum HM í handbolta. „Það er alltaf mjög gaman að spila gegn Danmörku. Leikir okkar hafa yfirleitt verið jafnir hjá okkur ef síðustu stórmót eru frátalin. En ég vona að við náum upp svipuðum leik og við gerðum á æfingamótinu í Danmörku fyrir HM,“ sagði Róbert en Ísland vann þann leik með eins marks mun. Var það fyrsti og eini tapleikur Dana undir stjórn Guðmundar til þessa. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og ná upp svipaðri stemningu og gegn Egyptalandi. Ég hef aldrei prófað að spila á móti Gumma áður nema á þessu æfingamóti og það verður örugglega sérstakara fyrir hann en okkur.“ Danir eru með eitt besta lið heims og Róbert segir að liðið sé með ógnarsterka leikmenn í hverri stöðu. „Markverðirnir eru frábærir og það þarf varla að tala um Mikkel [Hansen] og fleiri í þeirra liði. En þeir geta alveg tapað eins og önnur lið og við sýndum gegn Frökkum að við getum spilað góðan handbolta.“ „Við þurfum að ná svoleiðis leik á morgun og þá verður allt mögulegt. En þetta verður vissulega erfitt verkefni. Aðalatriðið fyrir okkur verður að leysa þeirra varnarleik og skjóta ekki í markvörðinn þeirra. Það gefur augaleið. Svo þurfum við að passa að þeir nái ekki að splundra okkur of mikið.“ „Allt eru þetta klisjusvör en við verðum bara að vona að Mikkel hitti ekki á einhvern draumaleik. Þá verður þetta allt léttara.“ Róbert segir að það yrði bónus ef Aron Pálmarsson gæti tekið þátt í leiknum en hann missti af leiknum gegn Egyptum í fyrradag vegna höfuðmeiðsla. „Það er ekkert lið sem má við því að missa mann eins og hann, hvernig sem það fer. En við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn og best væri að gera það með það í huga að Aron verði ekki með.“ „Við kláruðum síðasta leik án hans og það gekk ágætlega. En það væri vissulega frábært að fá hann.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Róbert Gunnarsson á von á skemmtilegum leik gegn Danmörku á HM í dag en Ísland mætir þá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í 16-liða úrslitum HM í handbolta. „Það er alltaf mjög gaman að spila gegn Danmörku. Leikir okkar hafa yfirleitt verið jafnir hjá okkur ef síðustu stórmót eru frátalin. En ég vona að við náum upp svipuðum leik og við gerðum á æfingamótinu í Danmörku fyrir HM,“ sagði Róbert en Ísland vann þann leik með eins marks mun. Var það fyrsti og eini tapleikur Dana undir stjórn Guðmundar til þessa. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og ná upp svipaðri stemningu og gegn Egyptalandi. Ég hef aldrei prófað að spila á móti Gumma áður nema á þessu æfingamóti og það verður örugglega sérstakara fyrir hann en okkur.“ Danir eru með eitt besta lið heims og Róbert segir að liðið sé með ógnarsterka leikmenn í hverri stöðu. „Markverðirnir eru frábærir og það þarf varla að tala um Mikkel [Hansen] og fleiri í þeirra liði. En þeir geta alveg tapað eins og önnur lið og við sýndum gegn Frökkum að við getum spilað góðan handbolta.“ „Við þurfum að ná svoleiðis leik á morgun og þá verður allt mögulegt. En þetta verður vissulega erfitt verkefni. Aðalatriðið fyrir okkur verður að leysa þeirra varnarleik og skjóta ekki í markvörðinn þeirra. Það gefur augaleið. Svo þurfum við að passa að þeir nái ekki að splundra okkur of mikið.“ „Allt eru þetta klisjusvör en við verðum bara að vona að Mikkel hitti ekki á einhvern draumaleik. Þá verður þetta allt léttara.“ Róbert segir að það yrði bónus ef Aron Pálmarsson gæti tekið þátt í leiknum en hann missti af leiknum gegn Egyptum í fyrradag vegna höfuðmeiðsla. „Það er ekkert lið sem má við því að missa mann eins og hann, hvernig sem það fer. En við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn og best væri að gera það með það í huga að Aron verði ekki með.“ „Við kláruðum síðasta leik án hans og það gekk ágætlega. En það væri vissulega frábært að fá hann.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02
Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12
Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18