Nöddesbo: Guðjón Valur er einn sá besti Arnar Björnsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 11:45 Línumaðurinn Jesper Nöddesbo er búinn að spila vel með Dönum á HM. Gegn Rússum skoraði hann 5 mörk úr 5 skotum og hann nýtti tækifærið vel gegn Pólverjum í gær. Hann verður í lykilhlutverki hjá danska liðinu sem mætir því íslenska í 16 liða úrslitum á HM 2015. Nöddesbo lék ekkert í fyrri hálfleik en skoraði 4 mörk úr jafnmörgum skotum í þeim seinni. Hann segist hlakka til leiksins gegn Íslendingum. „Já það er alltaf gaman að spila gegn Íslendingum en leikirnir gegn þeim eru alltaf erfiðir. Við þekkjum leikmennina vel og það sama má segja um Íslendingana. Ég held því að þetta verði mjög „teknískur“ leikur“. Það hefur verið stígandi í leik ykkar á mótinu og þið spilið betur með hverjum leiknum? „Já, byrjunin var hálfskrítin en nú er eins og við höfum fundið taktinn og vonandi höldum áfram að bæta leik okkar. Ég held að leikurinn í gær gegn Pólverjum hafi ekki verið okkar besti leikur en við getum tekið margt gott úr þeim leik fyrir leikinn við Íslendinga“. Verður sá leikur erfiður eða rúllið þið yfir íslenska liðið? „Ég er viss um að leikurinn verði erfiður. Leikirnir við Íslendinga eru það alltaf“. Hvað um liðsfélaga þinn hjá Barcelona, Guðjón Val Sigurðsson, hann var frábær í gær gegn Egyptum. „Hann er alltaf frábær og einn sá besti sem ég þekki. Frábær atvinnumaður og einnig góður félagi utan vallar“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Ekkert ákveðið með Aron fyrr en á morgun Óvíst um þátttöku skyttunnar Arons Pálmarssonar gegn Danmörku á morgun. 25. janúar 2015 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Línumaðurinn Jesper Nöddesbo er búinn að spila vel með Dönum á HM. Gegn Rússum skoraði hann 5 mörk úr 5 skotum og hann nýtti tækifærið vel gegn Pólverjum í gær. Hann verður í lykilhlutverki hjá danska liðinu sem mætir því íslenska í 16 liða úrslitum á HM 2015. Nöddesbo lék ekkert í fyrri hálfleik en skoraði 4 mörk úr jafnmörgum skotum í þeim seinni. Hann segist hlakka til leiksins gegn Íslendingum. „Já það er alltaf gaman að spila gegn Íslendingum en leikirnir gegn þeim eru alltaf erfiðir. Við þekkjum leikmennina vel og það sama má segja um Íslendingana. Ég held því að þetta verði mjög „teknískur“ leikur“. Það hefur verið stígandi í leik ykkar á mótinu og þið spilið betur með hverjum leiknum? „Já, byrjunin var hálfskrítin en nú er eins og við höfum fundið taktinn og vonandi höldum áfram að bæta leik okkar. Ég held að leikurinn í gær gegn Pólverjum hafi ekki verið okkar besti leikur en við getum tekið margt gott úr þeim leik fyrir leikinn við Íslendinga“. Verður sá leikur erfiður eða rúllið þið yfir íslenska liðið? „Ég er viss um að leikurinn verði erfiður. Leikirnir við Íslendinga eru það alltaf“. Hvað um liðsfélaga þinn hjá Barcelona, Guðjón Val Sigurðsson, hann var frábær í gær gegn Egyptum. „Hann er alltaf frábær og einn sá besti sem ég þekki. Frábær atvinnumaður og einnig góður félagi utan vallar“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Ekkert ákveðið með Aron fyrr en á morgun Óvíst um þátttöku skyttunnar Arons Pálmarssonar gegn Danmörku á morgun. 25. janúar 2015 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02
Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12
Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30
Ekkert ákveðið með Aron fyrr en á morgun Óvíst um þátttöku skyttunnar Arons Pálmarssonar gegn Danmörku á morgun. 25. janúar 2015 11:00