Handbolti

Nöddesbo: Guðjón Valur er einn sá besti

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Línumaðurinn Jesper Nöddesbo er búinn að spila vel með Dönum á HM.  Gegn Rússum skoraði hann 5 mörk úr 5 skotum og hann nýtti tækifærið vel gegn Pólverjum í gær.

Hann verður í lykilhlutverki hjá danska liðinu sem mætir því íslenska í 16 liða úrslitum á HM 2015.

Nöddesbo lék ekkert í fyrri hálfleik en skoraði 4 mörk úr jafnmörgum skotum í þeim seinni.  Hann segist hlakka til leiksins gegn Íslendingum.

„Já það er alltaf gaman að spila gegn Íslendingum en leikirnir gegn þeim eru alltaf erfiðir.  Við þekkjum leikmennina vel og það sama má segja um Íslendingana. Ég held því að þetta verði mjög „teknískur“ leikur“.

Það hefur verið stígandi í leik ykkar á mótinu og þið spilið betur með hverjum leiknum?

„Já, byrjunin var hálfskrítin en nú er eins og við höfum fundið taktinn og vonandi höldum áfram að bæta leik okkar. Ég held að leikurinn í gær gegn Pólverjum hafi ekki verið okkar besti leikur en við getum tekið margt gott úr þeim leik fyrir leikinn við Íslendinga“.

Verður sá leikur erfiður eða rúllið þið yfir íslenska liðið?

„Ég er viss um að leikurinn verði erfiður. Leikirnir við Íslendinga eru það alltaf“.

Hvað um liðsfélaga þinn hjá Barcelona, Guðjón Val Sigurðsson, hann var frábær í gær gegn Egyptum.

„Hann er alltaf frábær og einn sá besti sem ég þekki.  Frábær atvinnumaður og einnig góður félagi utan vallar“.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×