Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 09:02 Guðmundur íhugull á fundinum í gær. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15