Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Arnar Björnsson skrifar 24. janúar 2015 20:15 Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira