Handbolti

Sverre: Ekki síður erfitt andlega en líkamlega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
„Þetta var mjög erfitt. Ekki síður andlega en líkamlega,“ sagði Sverre Jakobsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

„Þeir eru með flott lið. Eru með flotta leikmenn, mjög snögga. Ef við náum þessari baráttu í okkar lið til að sýna okkur almennilega. Sem við vorum alls ekki með fyrir tveimur dögum. Þetta var baráttu sigur.

„Við þurfum að minnka þá og ná leik þar sem við getum náð stöðugri leik yfir 60 mínúturnar,“ sagði Sverre um slæmu kaflana sem komu í leiknum.

„Það er sterkt að missa ekki dampinn þegar þeir náðu að minnka muninn í lokin en við höfðum trú á þessum sigri og voru einbeittir allan tímann. Baráttan var til fyrirmyndar allar 60 mínúturnar. Það skilaði góðum sigri.

„Við einbeittum okkur bara að þessu og horfðum ekki lengra. Nú tekur við annar bikarleikur. Við erum komnir áfram í okkar bikarkeppni. Við urðum að vinna þennan leik og nú þurfum við að vinna næsta og við ætlum að undirbúa okkur mjög vel undir hann og förum fullir bjartsýni,“ sagði Sverre og sagðist finna bæði fyrir gleði og létti.

„Við höfum lent í svona áður. Við þurftum að vinna þennan leik. Það reyndi á liðið og við svöruðum því. við erum ánægðir með það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×