Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 18:05 vísir/pjetur/eva björk Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Egyptalandi:Björgvin Páll Gústavsson - 5 Björgvin Páll hélt einbeitingu allan leikinn, varði þrjú vítaköst og var sterkur á mikilvægum augnablikum í leiknum.Guðjón Valur Sigurðsson - 6 Guðjón Valur sýndi heimsklassa frammistöðu. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í mótinu til þessa en þetta er sá Guðjón Valur sem þjóðin þekkir. Skoraði 13 mörk úr 15 skotum.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Leikstjórnandinn var skynsemin holdi klædd. Leikmaður sem er fluglæs á aðstæður. Innleysingar hans skiluðu ófáum mörkum og hann náði að stjórna hraða leiksins.Alexander Petersson - 4 Alexander lék einn sinn besta leik í keppninni. Var frábær varnarlega en þarf að vera með betri skotnýtingu. Hann er hins vegar ómissandi fyrir liðið.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Ásgeir átti frábæran leik, bæði í vörn og sókn. Náði að fylgja á eftir góðum leik gegn Frökkum. Ásgeir má reyndar hafa meiri trú á sjálfum sér.Róbert Gunnarsson - 3 Róbert skilaði sínu eins og í öllum leikjunum í þessari keppni. Hann fékk hins vegar ekki úr miklu að moða og Egyptar náðu að loka vel á hann. Mætti hugsa meira um að opna fyrir félagana þegar þessi staða kemur upp.Sverre Andreas Jakobsson - 5 Aldursforsetinn var ótrúlega sterkur í leiknum og sýndi gamla takta sem sáust til hans í Peking. Það má segja að þetta hafi verið alvöru Framsókn!Bjarki Már Gunnarsson - 3 Bjarki Már hefur heilt yfir verið að leika vel en átti í erfiðleikum í þessum leik og slapp með skrekkinn. Framtíðarmaður og þarf að komast í sterkara lið.Stefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertArnór Atlason - 3 Arnór skilaði sínu varnarlega að venju. Skoraði mikilvægt undir lokin en er langt frá sínu besta sóknarlega.Sigurbergur Sveinsson - spilaði ekkertArnór Þór Gunnarsson - 3 Arnór Þór stóð fyrir sínu og skoraði afar mikilvægt mark á ögurstundu. Leikmaður sem á framtíðina fyrir sér en það er oft erfitt að slá í gegn á stóra sviðinu. Það kemur.Kári Kristján Kristjánsson - spilaði ekkertVignir Svavarsson - 3 Það vantar ekki viljann og baráttuna í Vigni en hann hlýtur að vera búinn að átta sig á þeim reglum sem dæmt er eftir á HM. Þarf að laga sig að aðstæðum.Aron Rafn Eðvarðsson - spilaði ekkertGunnar Steinn Jónsson - 4 Frábær leikur hjá Gunnari Steini. Án hans hefði leikurinn ekki unnist. Sterkur þegar hann fer utanvert. Ekki hægt að setja hann út ef Aron Pálmarsson kemur inn, sem er reyndar er hans skylda.Aron Kristjánsson - 4 Aron landsliðsþjálfari var gagnrýndur fyrir uppleggið í síðasta leik og sú gagnrýni átti rétt á sér. Hann stýrði liðinu hins vegar af fagmennsku gegn Egyptum og var óhræddur að gera breytingar. Hann fær plús í kladdann.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2015 í Katar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Egyptalandi:Björgvin Páll Gústavsson - 5 Björgvin Páll hélt einbeitingu allan leikinn, varði þrjú vítaköst og var sterkur á mikilvægum augnablikum í leiknum.Guðjón Valur Sigurðsson - 6 Guðjón Valur sýndi heimsklassa frammistöðu. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í mótinu til þessa en þetta er sá Guðjón Valur sem þjóðin þekkir. Skoraði 13 mörk úr 15 skotum.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Leikstjórnandinn var skynsemin holdi klædd. Leikmaður sem er fluglæs á aðstæður. Innleysingar hans skiluðu ófáum mörkum og hann náði að stjórna hraða leiksins.Alexander Petersson - 4 Alexander lék einn sinn besta leik í keppninni. Var frábær varnarlega en þarf að vera með betri skotnýtingu. Hann er hins vegar ómissandi fyrir liðið.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Ásgeir átti frábæran leik, bæði í vörn og sókn. Náði að fylgja á eftir góðum leik gegn Frökkum. Ásgeir má reyndar hafa meiri trú á sjálfum sér.Róbert Gunnarsson - 3 Róbert skilaði sínu eins og í öllum leikjunum í þessari keppni. Hann fékk hins vegar ekki úr miklu að moða og Egyptar náðu að loka vel á hann. Mætti hugsa meira um að opna fyrir félagana þegar þessi staða kemur upp.Sverre Andreas Jakobsson - 5 Aldursforsetinn var ótrúlega sterkur í leiknum og sýndi gamla takta sem sáust til hans í Peking. Það má segja að þetta hafi verið alvöru Framsókn!Bjarki Már Gunnarsson - 3 Bjarki Már hefur heilt yfir verið að leika vel en átti í erfiðleikum í þessum leik og slapp með skrekkinn. Framtíðarmaður og þarf að komast í sterkara lið.Stefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertArnór Atlason - 3 Arnór skilaði sínu varnarlega að venju. Skoraði mikilvægt undir lokin en er langt frá sínu besta sóknarlega.Sigurbergur Sveinsson - spilaði ekkertArnór Þór Gunnarsson - 3 Arnór Þór stóð fyrir sínu og skoraði afar mikilvægt mark á ögurstundu. Leikmaður sem á framtíðina fyrir sér en það er oft erfitt að slá í gegn á stóra sviðinu. Það kemur.Kári Kristján Kristjánsson - spilaði ekkertVignir Svavarsson - 3 Það vantar ekki viljann og baráttuna í Vigni en hann hlýtur að vera búinn að átta sig á þeim reglum sem dæmt er eftir á HM. Þarf að laga sig að aðstæðum.Aron Rafn Eðvarðsson - spilaði ekkertGunnar Steinn Jónsson - 4 Frábær leikur hjá Gunnari Steini. Án hans hefði leikurinn ekki unnist. Sterkur þegar hann fer utanvert. Ekki hægt að setja hann út ef Aron Pálmarsson kemur inn, sem er reyndar er hans skylda.Aron Kristjánsson - 4 Aron landsliðsþjálfari var gagnrýndur fyrir uppleggið í síðasta leik og sú gagnrýni átti rétt á sér. Hann stýrði liðinu hins vegar af fagmennsku gegn Egyptum og var óhræddur að gera breytingar. Hann fær plús í kladdann.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2015 í Katar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira