Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 18:05 vísir/pjetur/eva björk Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Egyptalandi:Björgvin Páll Gústavsson - 5 Björgvin Páll hélt einbeitingu allan leikinn, varði þrjú vítaköst og var sterkur á mikilvægum augnablikum í leiknum.Guðjón Valur Sigurðsson - 6 Guðjón Valur sýndi heimsklassa frammistöðu. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í mótinu til þessa en þetta er sá Guðjón Valur sem þjóðin þekkir. Skoraði 13 mörk úr 15 skotum.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Leikstjórnandinn var skynsemin holdi klædd. Leikmaður sem er fluglæs á aðstæður. Innleysingar hans skiluðu ófáum mörkum og hann náði að stjórna hraða leiksins.Alexander Petersson - 4 Alexander lék einn sinn besta leik í keppninni. Var frábær varnarlega en þarf að vera með betri skotnýtingu. Hann er hins vegar ómissandi fyrir liðið.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Ásgeir átti frábæran leik, bæði í vörn og sókn. Náði að fylgja á eftir góðum leik gegn Frökkum. Ásgeir má reyndar hafa meiri trú á sjálfum sér.Róbert Gunnarsson - 3 Róbert skilaði sínu eins og í öllum leikjunum í þessari keppni. Hann fékk hins vegar ekki úr miklu að moða og Egyptar náðu að loka vel á hann. Mætti hugsa meira um að opna fyrir félagana þegar þessi staða kemur upp.Sverre Andreas Jakobsson - 5 Aldursforsetinn var ótrúlega sterkur í leiknum og sýndi gamla takta sem sáust til hans í Peking. Það má segja að þetta hafi verið alvöru Framsókn!Bjarki Már Gunnarsson - 3 Bjarki Már hefur heilt yfir verið að leika vel en átti í erfiðleikum í þessum leik og slapp með skrekkinn. Framtíðarmaður og þarf að komast í sterkara lið.Stefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertArnór Atlason - 3 Arnór skilaði sínu varnarlega að venju. Skoraði mikilvægt undir lokin en er langt frá sínu besta sóknarlega.Sigurbergur Sveinsson - spilaði ekkertArnór Þór Gunnarsson - 3 Arnór Þór stóð fyrir sínu og skoraði afar mikilvægt mark á ögurstundu. Leikmaður sem á framtíðina fyrir sér en það er oft erfitt að slá í gegn á stóra sviðinu. Það kemur.Kári Kristján Kristjánsson - spilaði ekkertVignir Svavarsson - 3 Það vantar ekki viljann og baráttuna í Vigni en hann hlýtur að vera búinn að átta sig á þeim reglum sem dæmt er eftir á HM. Þarf að laga sig að aðstæðum.Aron Rafn Eðvarðsson - spilaði ekkertGunnar Steinn Jónsson - 4 Frábær leikur hjá Gunnari Steini. Án hans hefði leikurinn ekki unnist. Sterkur þegar hann fer utanvert. Ekki hægt að setja hann út ef Aron Pálmarsson kemur inn, sem er reyndar er hans skylda.Aron Kristjánsson - 4 Aron landsliðsþjálfari var gagnrýndur fyrir uppleggið í síðasta leik og sú gagnrýni átti rétt á sér. Hann stýrði liðinu hins vegar af fagmennsku gegn Egyptum og var óhræddur að gera breytingar. Hann fær plús í kladdann.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2015 í Katar Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Egyptalandi:Björgvin Páll Gústavsson - 5 Björgvin Páll hélt einbeitingu allan leikinn, varði þrjú vítaköst og var sterkur á mikilvægum augnablikum í leiknum.Guðjón Valur Sigurðsson - 6 Guðjón Valur sýndi heimsklassa frammistöðu. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í mótinu til þessa en þetta er sá Guðjón Valur sem þjóðin þekkir. Skoraði 13 mörk úr 15 skotum.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Leikstjórnandinn var skynsemin holdi klædd. Leikmaður sem er fluglæs á aðstæður. Innleysingar hans skiluðu ófáum mörkum og hann náði að stjórna hraða leiksins.Alexander Petersson - 4 Alexander lék einn sinn besta leik í keppninni. Var frábær varnarlega en þarf að vera með betri skotnýtingu. Hann er hins vegar ómissandi fyrir liðið.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Ásgeir átti frábæran leik, bæði í vörn og sókn. Náði að fylgja á eftir góðum leik gegn Frökkum. Ásgeir má reyndar hafa meiri trú á sjálfum sér.Róbert Gunnarsson - 3 Róbert skilaði sínu eins og í öllum leikjunum í þessari keppni. Hann fékk hins vegar ekki úr miklu að moða og Egyptar náðu að loka vel á hann. Mætti hugsa meira um að opna fyrir félagana þegar þessi staða kemur upp.Sverre Andreas Jakobsson - 5 Aldursforsetinn var ótrúlega sterkur í leiknum og sýndi gamla takta sem sáust til hans í Peking. Það má segja að þetta hafi verið alvöru Framsókn!Bjarki Már Gunnarsson - 3 Bjarki Már hefur heilt yfir verið að leika vel en átti í erfiðleikum í þessum leik og slapp með skrekkinn. Framtíðarmaður og þarf að komast í sterkara lið.Stefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertArnór Atlason - 3 Arnór skilaði sínu varnarlega að venju. Skoraði mikilvægt undir lokin en er langt frá sínu besta sóknarlega.Sigurbergur Sveinsson - spilaði ekkertArnór Þór Gunnarsson - 3 Arnór Þór stóð fyrir sínu og skoraði afar mikilvægt mark á ögurstundu. Leikmaður sem á framtíðina fyrir sér en það er oft erfitt að slá í gegn á stóra sviðinu. Það kemur.Kári Kristján Kristjánsson - spilaði ekkertVignir Svavarsson - 3 Það vantar ekki viljann og baráttuna í Vigni en hann hlýtur að vera búinn að átta sig á þeim reglum sem dæmt er eftir á HM. Þarf að laga sig að aðstæðum.Aron Rafn Eðvarðsson - spilaði ekkertGunnar Steinn Jónsson - 4 Frábær leikur hjá Gunnari Steini. Án hans hefði leikurinn ekki unnist. Sterkur þegar hann fer utanvert. Ekki hægt að setja hann út ef Aron Pálmarsson kemur inn, sem er reyndar er hans skylda.Aron Kristjánsson - 4 Aron landsliðsþjálfari var gagnrýndur fyrir uppleggið í síðasta leik og sú gagnrýni átti rétt á sér. Hann stýrði liðinu hins vegar af fagmennsku gegn Egyptum og var óhræddur að gera breytingar. Hann fær plús í kladdann.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2015 í Katar Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti