Eru Egyptar að tapa viljandi? Kolbeinn Tumi Daðaosn skrifar 24. janúar 2015 16:55 Sigur hjá Íslandi kemur liðinu í þriðja sæti í riðlinum og yrði Þýskaland þá andstæðingur í 16-liða úrslitum. Vísir/Eva Björk Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. Strákarnir eru að spila mun betur en í tapleiknum gegn Tékkum í síðustu umferð en velta má fyrir sér hversu mikinn áhuga Egyptar hafa á því að vinna leikinn. Egyptar vita fyrir leikinn að tapi þeir hafna þeir í fjórða sæti riðilsins. Verði það niðurstaðan mæta Egyptar Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og svo sigurvegaranum úr viðureign Katar og Austurríkis í átta liða úrslitum. Vinni Egyptar leikinn hafna þeir í þriðja sæti riðilsins og mæta þá Dönum í 16-liða úrslitum og Spánverjum í átta liða úrslitum. Óhætt er að segja að sú leið líti verr út en fyrrnefnd leið tapi Egyptar gegn Íslandi. Ekki er hægt að fullyrða að Egyptar hafi lagt upp með að tapa leiknum en óhætt er að segja að hvatningin sé til staðar. Spámenn virðast fá meiri spiltíma en í öðrum leikjum liðsins til þessa.Beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Egyptalands má finna hér.Uppfært klukkan 17:30Strákarnir okkar unnu 28-25 sigur á Egyptum og eru komnir í 16-liða úrslitin. Óhætt er að segja að ýmislegt í leik Egypta í seinni hálfleiknum hafi ýtt undir vangaveltur um að Egyptar hafi kosið að tapa leiknum. Þá virkuðu þeir ekkert sérstaklega ósáttir með úrslitin að leik loknum. En það verður ekkert tekið af leikmönnum íslenska landsliðsins sem kláruðu dæmið og mæta Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitum. Þá var sagt í greininni að upphitun Egypta hefði verið í óhefðbundnari kantinum. Þeir mættu seint inn á völlinn. Það hefur nú fengist staðfest að þeir hituðu upp í hliðarsal í keppnishöllinni. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. Strákarnir eru að spila mun betur en í tapleiknum gegn Tékkum í síðustu umferð en velta má fyrir sér hversu mikinn áhuga Egyptar hafa á því að vinna leikinn. Egyptar vita fyrir leikinn að tapi þeir hafna þeir í fjórða sæti riðilsins. Verði það niðurstaðan mæta Egyptar Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og svo sigurvegaranum úr viðureign Katar og Austurríkis í átta liða úrslitum. Vinni Egyptar leikinn hafna þeir í þriðja sæti riðilsins og mæta þá Dönum í 16-liða úrslitum og Spánverjum í átta liða úrslitum. Óhætt er að segja að sú leið líti verr út en fyrrnefnd leið tapi Egyptar gegn Íslandi. Ekki er hægt að fullyrða að Egyptar hafi lagt upp með að tapa leiknum en óhætt er að segja að hvatningin sé til staðar. Spámenn virðast fá meiri spiltíma en í öðrum leikjum liðsins til þessa.Beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Egyptalands má finna hér.Uppfært klukkan 17:30Strákarnir okkar unnu 28-25 sigur á Egyptum og eru komnir í 16-liða úrslitin. Óhætt er að segja að ýmislegt í leik Egypta í seinni hálfleiknum hafi ýtt undir vangaveltur um að Egyptar hafi kosið að tapa leiknum. Þá virkuðu þeir ekkert sérstaklega ósáttir með úrslitin að leik loknum. En það verður ekkert tekið af leikmönnum íslenska landsliðsins sem kláruðu dæmið og mæta Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitum. Þá var sagt í greininni að upphitun Egypta hefði verið í óhefðbundnari kantinum. Þeir mættu seint inn á völlinn. Það hefur nú fengist staðfest að þeir hituðu upp í hliðarsal í keppnishöllinni.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01