Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 14:30 Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var sæmilega brattur þegar blaðamenn hittu landsliðsmennina í morgun. Ég spurði fyrirliðann að því hvort andlega hliðin væri löskuð? „Það er von að þú spyrjir, það er líklegra en líkamlega hliðin. Er ekki allt í lagi innan liðsins? „Jú við erum góðir og það eru engin rifrildi og ekkert ósætti í liðinu. Við erum sjálfir mest hissa á því hve miklar sveiflur eru í leik okkar. Við þurfum að laga þessar sveiflur því það er hálfdautt yfir þessu hjá okkur. Það gengur alls ekki“. Er eitthvað sem þið sjáið á myndbandsfundunum sem þið getið lagað strax? „Já, það ætlum við að gera fyrir morgundaginn. Þær verða nokkrar og þú sérð þær í leiknum. Við tökum til í kollinum á okkur til þess að mæta tilbúnir á morgun“. Hvort er það sóknarleikurinn eða varnarleikurinn sem er að klikka? „Það er ekkert eitt. Við erum allir einhverjum prósentum frá okkar besta. Þá erum við hálfum metra of fljótir eða of seinir á staðina. Það skilur á milli í íþróttum og það verður að laga. Það byrjar á hugarfarinu af því að líkamarnir eru í lagi. Andinn innan hópsins er mjög góður, allir góðir félagar,“ segir Guðjón Valur. „En þegar maður lendir í svona krísu og þegar menn byrja að efast, þá eru menn ekki að taka þetta síðasta skref sem þarf. Menn eru kannski að passa of mikið sinn mann í stað þess að loka svæðum. Þetta er ákveðið óöryggi sem búið er að læsast í kollinum á mönnum. Við þurfum að losa um það og ég hef trú á því að það takist. Við erum oft að taka rangar ákvarðanir, ekki bara í skotum heldur í mörgu öðru.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Það nennir enginn í Forsetabikarinn Hlustaðu á þriðja þátt Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 23. janúar 2015 14:00 Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Nú þurfa menn að skeina sér og girða upp um sig Úrslitin gegn Tékkum sögð ófyrirgefanleg en menn hafa trú á sigri gegn Egyptum. 23. janúar 2015 11:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Björgvin Páll: Ég vil heyra allt það sem er sagt um okkur Markvörðurinn skoðar alla samfélagsmiðla eftir leiki, líka þegar íslenska landsliðið á dapran dag. 23. janúar 2015 13:30 Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings. 23. janúar 2015 10:11 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var sæmilega brattur þegar blaðamenn hittu landsliðsmennina í morgun. Ég spurði fyrirliðann að því hvort andlega hliðin væri löskuð? „Það er von að þú spyrjir, það er líklegra en líkamlega hliðin. Er ekki allt í lagi innan liðsins? „Jú við erum góðir og það eru engin rifrildi og ekkert ósætti í liðinu. Við erum sjálfir mest hissa á því hve miklar sveiflur eru í leik okkar. Við þurfum að laga þessar sveiflur því það er hálfdautt yfir þessu hjá okkur. Það gengur alls ekki“. Er eitthvað sem þið sjáið á myndbandsfundunum sem þið getið lagað strax? „Já, það ætlum við að gera fyrir morgundaginn. Þær verða nokkrar og þú sérð þær í leiknum. Við tökum til í kollinum á okkur til þess að mæta tilbúnir á morgun“. Hvort er það sóknarleikurinn eða varnarleikurinn sem er að klikka? „Það er ekkert eitt. Við erum allir einhverjum prósentum frá okkar besta. Þá erum við hálfum metra of fljótir eða of seinir á staðina. Það skilur á milli í íþróttum og það verður að laga. Það byrjar á hugarfarinu af því að líkamarnir eru í lagi. Andinn innan hópsins er mjög góður, allir góðir félagar,“ segir Guðjón Valur. „En þegar maður lendir í svona krísu og þegar menn byrja að efast, þá eru menn ekki að taka þetta síðasta skref sem þarf. Menn eru kannski að passa of mikið sinn mann í stað þess að loka svæðum. Þetta er ákveðið óöryggi sem búið er að læsast í kollinum á mönnum. Við þurfum að losa um það og ég hef trú á því að það takist. Við erum oft að taka rangar ákvarðanir, ekki bara í skotum heldur í mörgu öðru.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Það nennir enginn í Forsetabikarinn Hlustaðu á þriðja þátt Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 23. janúar 2015 14:00 Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Nú þurfa menn að skeina sér og girða upp um sig Úrslitin gegn Tékkum sögð ófyrirgefanleg en menn hafa trú á sigri gegn Egyptum. 23. janúar 2015 11:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Björgvin Páll: Ég vil heyra allt það sem er sagt um okkur Markvörðurinn skoðar alla samfélagsmiðla eftir leiki, líka þegar íslenska landsliðið á dapran dag. 23. janúar 2015 13:30 Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings. 23. janúar 2015 10:11 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
HM-Handvarpið: Það nennir enginn í Forsetabikarinn Hlustaðu á þriðja þátt Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 23. janúar 2015 14:00
Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Nú þurfa menn að skeina sér og girða upp um sig Úrslitin gegn Tékkum sögð ófyrirgefanleg en menn hafa trú á sigri gegn Egyptum. 23. janúar 2015 11:30
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Björgvin Páll: Ég vil heyra allt það sem er sagt um okkur Markvörðurinn skoðar alla samfélagsmiðla eftir leiki, líka þegar íslenska landsliðið á dapran dag. 23. janúar 2015 13:30
Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings. 23. janúar 2015 10:11