Handbolti

Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun.

Eins og kom fram í viðtali við Örnólf í morgun þá fékk Aron einkenni heilahristings og er óvitað um frekari þátttöku hans á mótinu. Það verði að ráðast af heilsu hans næstu daga.

„Aron fékk höfuðhögg undir kjálkann og líklega er ástæðan fyrir [heilahristingnum] að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Þá er hann veikur fyrir. Það er ekki víst en líklegt,“ sagði Örnólfur en Aron varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs.

„Hann sagði í hálfleik að hann hafi oft fengið meiri högg en þetta og hann vildi spila sjálfur. En það var ekkert vit í því. Enda sjáum við í dag að hann er með höfuðverk og verðum við að hugsa um framtíð hans sem handboltamanns en ekki þátttöku hans í þessu móti.“

Viðtal Arnars Björnssonar við Örnólf má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×