Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 11:26 Gísli Freyr var á endanum dæmdur fyrir lekann. Hanna Birna gerði minnst tvær athugasemdir við aðgerðir lögreglu gagnvart honum á rannsóknartímanum. Vísir/GVA/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30