Handbolti

Leikmaður Bosníu rekinn heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Prce gat ekki hamið skapið í gær.
Prce gat ekki hamið skapið í gær. Vísir/AFP
Aganefnd Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, hefur dæmt Nikola Prce, leikmann bosníska landsliðsins, í þriggja leikja bann og sektað handknattleikssamband landsins vegna óíþróttamannslegrar framkomu hans.

Prce mótmælti störfum dómaranna í leik liðsins gegn Túnis í gær með svo kraftmiklum hætti að ljóst er að hann tekur ekki frekari þátt með liði sínu á HM hér í Katar. Túnis vann leikinn, 27-24.

Túnis fór langt með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með sigrinum í gær en Bosnía þarf að vinna Króatíu í kvöld og treysta á að Túnis tapi fyrir Íran á sama tíma.

Bosnía komst inn á HM með því að slá Ísland úr leik í undankeppninni í júní á síðasta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×