Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 06:30 Björgvin Páll Gústavsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54
Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59
HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37
Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17