Handbolti

Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi.

Stærsta tap Íslands á HM er enn þrettán marka tap á móti Rússlandi, 12-25, í sextán liða úrslitum á HM á Íslandi árið 1995.

Ísland hafði einu sinni áður tapað með ellefu mörkum á HM en það var í leik á móti Dönum á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1961.

Þrjú  af fimm stærstu töpum Íslands í HM-sögunni hafa komið á móti Tékkum því íslenska landsliðið tapaði tvisvar sinnum með tíu mörkum á móti Tékkóslóvakíu á sínum tíma.

Fyrir leikinn í kvöld var íslenska landsliðið búið að spila 59 leiki í röð á HM án þess að tapa með tíu mörkum eða frá leiknum í Höllinni 16. maí 1995.



Stærstu töp Íslands á HM í handbolta frá upphafi:

-13

12-25 tap fyrir Rússlandi á HM á Íslandi 1995

-11

25-36 tap fyrir Tékklandi á HM í Katar 2015

13-24 tap fyrir Danmörku á HM í Vestur-Þýskalandi 1961

-10

15-25 tap fyrir Tékkóslóvakíu á HM í Austur-Þýskalandi 1974

9-19 tap fyrir Ungverjalandi á HM í Frakklandi 1970

17-27 tap fyrir Tékkóslóvakíu á HM í Austur-Þýskalandi 1958

-9

21-30 tap fyrir Suður-Kóreu á HM í Sviss 1986

12-21 tap fyrir Ungverjalandi á HM í Tékkóslóvakíu 1964


Tengdar fréttir

Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar

Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×