Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25.
Tapið þýðir að íslensku strákarnir spila upp á líf eða dauða á móti Egyptum á laugardaginn í lokaleik sínum í riðlinum.
Þetta var ekki aðeins slæmt tap í tölum því frammistaðan og andleysið var líklega það sem var mest sjokkerandi af öllu enda leikur liðsins vandræðalega lélegur í gær.
Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins á heimsmeistaramótinu, var í höllinni í Doha í gærkvöldi og náði þessum myndum hér fyrir neðan.
Þessar myndir segja meira en mörg orð
Tengdar fréttir
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna
„Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær.
Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.