Handbolti

HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þessi frammistaða var íslenska landsliðinu til skammar og handboltanum á Íslandi.“

Þetta sagði Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport eftir skammarlegt tap Ísland gegn Tékklandi í Katar í kvöld.

„Það voru í raun aðeins þrír til fjórir leikmenn íslenska liðsins sem stóðu sig þokkalega - aðrir mættu ekki til leiks. Frammistaða þeirra; ég man ekki eftir öðru eins,“ bætti hann við.

Júlíus Jónasson fór yfir leikinn með Herði Magnússyni og Guðjóni í HM-kvöldi í kvöld og var sammála um að þetta hafi verið skelfileg frammistaða.

„Þeir skoruðu trekk í trekk eftir seinni bylgju og skytturnar gátu skorað hvar sem er nánast af vellinum. Þeir gerðu það algjörlega frítt. Þeir gerðu talsvert af klippingum fyrir utan og það var enginn sem braut á leikmönnum Tékka,“ sagði Júlíus meðal annars.

Allt innslagið úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×