Handbolti

Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Arnór Atlason náði ekki eins og fyrirliðinn að skora í leiknum.  Arnór skaut fimm sinnum á markið.  Hann var daufur í dálkinn eftir leikinn.  Hvað gerðist eiginlega í leiknum?

„Töpuðum með 11 mörkum og spiluðum hræðilega“.

Einhver skýring á því?„Nei“.

Byrjunin var grátleg?„Já eins og í öllunum leikjunum nema gegn Frökkunum. Þetta var bara vonlaust hjá öllum og líklega verst hjá mér sjálfum. Við þurfum bara að fara í naflaskoðun. Þetta er ekki hægt“.

Með svona frammistöðu eigið þið ekki möguleika gegn Egyptum. „Nei þá fáum við bara það sem við eigum skilið og förum í forsetakeppnina.  Það er ótrúlegt að við eigum ennþá einn sjens    . Við leggjum okkur ekki niður fyrr en þetta er búið“.

Þið hafið áður sýnt að þið getið risið upp eftir að hafa fengið á ykkur þungt högg. „Já við verðum að gera það. Við getum ekki hætt svona“.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×