Handbolti

Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik líkt og félagar hans í liðinu þegar Ísland tapaði gegn Tékkum í kvöld.  Hann skoraði ekki mark úr sex skotum, tölfræði sem sjaldan sést hjá honum.

„Þetta var algjört gjaldþrot hjá okkur.  Því miður á ég enga skýringu því þetta var hreint út sagt léleg frammistaða frá fyrstu mínútu. Ég er gríðarlega svekktur og hálf orðlaus.“

En þið eruð komnir með bakið upp við vegg?

„Já og ískalt hlaupið í hnakkann. Við höfum verið í þeirri aðstöðu áður. Það er ótrúlegt að eiga ennþá sjens eftir svona frammistöðu. Við þurfum að rífa okkur upp úr skítnum. Þetta var gjaldþrot í dag en gerum eins og sannir Íslendingar, skiptum um kennitölu og byrjum 0-0 í næsta leik.“

Allt viðtalið má sjá spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×