Handbolti

Snorri Steinn: Til háborinnar skammar

Arnar Björnsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Snorri Steinn Guðjónsson átti erfitt með að skýra hvers vegna Ísland steinlá gegn Tékklandi á HM í Katar í kvöld. Viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni.

„Þetta er til háborinnar skammar og erfitt að ætla að fegra þetta eitthvað. Við spiluðum eins og kjánar, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Og leikurinn var okkur ekki til sóma.“

„Þetta gerðist líka gegn Svíum. En það er rosalega erfitt að koma með góða skýringu á því hvernig lið sem spilar svona gegn Frökkum mæti svona til leiks tveimur dögum síðar.“

„Ég ætla ekki einu sinni að reyna það.“

Snorri Steinn benti réttilega á að í enn eina skiptið hafi markvörður andstæðinganna átt stórleik. „Það er umhugsunarefni. Við það missum við móðinn og trúna. Hlaupum ekki til baka og tæknifeilar. Það er sama hvar er gripið niður - þetta er virkilega lélegt.“

Ísland á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar með sigri á Egyptalandi á laugardag.

„Það er ótrúlegt en satt en það er enn eitthvað jákvætt í þessu. En nú mætum við riðli sem hefur spilað einna best í riðlinum. Þeir eru með áhorfendur með sér og allt gengur þeim í hag. Við erum á hinum endanum hins vegar.“

„En svona er sportið. Á meðan við eigum séns þá er ekkert annað hægt en að rífa okkur í gang. Það minnsta sem við getum gert er að gefa líf og sál okkar í þennan leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×