Handbolti

Alexander: Ég skil þetta bara ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson gengur af velli eftir leikinn í kvöld.
Alexander Petersson gengur af velli eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk
Alexander Petersson var eins og aðrir í íslenska leikmannahópnum nánast orðlaus eftir risastórt tap gegn Tékklandi í kvöld, þar sem ekkert gekk eftir í leik íslenska liðsins.

„Fyrri hálfleikur var katastrófa. Við vorum að skjóta of snemma og sendingarnar lélegar. Vörnin var ekki neitt og ég skil þetta bara ekki. Við vorum tilbúnir í leikinn og allt í einu gerðist eitthvað. Það er mjög erfitt að útskýra þetta,“ sagði Alexander.

„Það var erfitt að komast úr svona stöðu í seinni hálfleik. Við reyndum en komumst aldrei aftur inn í leikinn. Kannski hugsuðum við okkur að þessi leikur yrði léttari en hann svo varð.“

„Núna er bara erfiður leikur á laugardag gegn Egyptalandi sem við verðum bara að vinna.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×