Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 11:30 Ásgeir Örn var góður gegn Frakklandi. vísir/eva björk Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00
Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00