Björgvin Páll: Þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir Sverre á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 19:15 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira