Kretzschmar: Erum eins og Danir á EM 1992 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2015 15:00 Vísir/Getty Þjóðverjar eru í skýjunum með frammistöðu þýska landsliðsins, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar, á EM í handbolta. Þýskaland gerði í gær jafntefli við Dani og eiga í raun sigurinn vísan í hinum geysisterka D-riðli. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi og fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er staddur í Doha og Vísir ræddi við hann um leikinn í gær og framtíðarhorfur liðsins. „Úrslitin hafa komið okkur öllum á óvart,“ sagði Kretzschmar en þegar Vísir ræddi við hann daginn fyrir fyrsta leik sagði hann að væntingar gagnvart þýska liðinu væru hófstilltar. Hann reiknaði ekki með sigri gegn Póllandi í fyrsta leik en það varð svo niðurstaðan. „Ég er ekki bara ánægður með úrslitin heldur einnig frammistöðuna og hvernig liðið hefur spilað. Þetta er fallegur handbolti og án margra mistaka. Liðið virðist ná einstaklega vel saman.“ „En það er alveg ljóst að Danir spiluðu ekki sinn besta handbolta í gær. Þeir geta spilað betur. En strákarnir gerðu sitt mjög vel - börðust mikið og voru nálægt því að vinna. Það eru allir mjög ánægðir með þetta lið í Þýskalandi.“Sjá einnig: Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Þýskaland er í efsta sæti D-riðils og mun með sigrum gegn Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér efsta sæti riðilsins. Það lið mætir liðinu sem hafnar í fjórða sæti C-riðils en þar situr Ísland nú. „Argentína verður erfiður andstæðingur. Það vita Danir vel og skal ekki vanmeta Argentínu. En ég reikna með að við vinnum síðasta leikinn okkar í riðlinum [gegn Sádí Arabíu] sem þýðir að við erum með öruggir með fyrsta eða annað sæti riðilsins.“ „Það var markmið okkar. Að sleppa við Frakkland og Svíþjóð í 16-liða úrslitunum. Hvað svo gerist verður maður að sjá. Hvort við vinnum riðilinn eða verðum í öðru sæti skiptir mig persónulega engu máli.“Sjá einnig: Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Hann segir að það sé bjart framundan í þýskum handbolta. „Það sem hefur heillað mig er að í þessu liði er mikill leikskilningur og mikil hugsun. Vissulega er smá fall niður á við í gæðum leikmanna frá byrjunarliðinu á hina í hópnum en þetta er lið sem er á góðum aldri og stefnir í rétta átt. Það er afar mikilvægt.“ „En við skulum ekki gleyma því að við áttum eiginlega ekki að vera með á þessu móti,“ minnir Kretzschmar á og brosir. Þýskaland fékk eins og kunnugt er keppnisrétt eftir að Áströlum var kastað úr keppninni af IHF. „Við erum eins og Danmörk 1992,“ bætir hann hlæjandi við en Danir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu eftir að hafa fengið þátttökurétt á EM í Svíþjóð með óhefðbundnum leiðum sem kunnugt er. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær. 21. janúar 2015 13:00 Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Stefan Kretzschmar í viðtali við Vísi um Dag Sigurðsson, Aron Pálmarsson og möguleika Íslands á HM í Katar. 16. janúar 2015 14:00 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM. 20. janúar 2015 21:19 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt Þjóðverjar gerðu jafntefli við Dani í Íslendingaslag á HM í kvöld. 20. janúar 2015 21:17 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Þjóðverjar eru í skýjunum með frammistöðu þýska landsliðsins, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar, á EM í handbolta. Þýskaland gerði í gær jafntefli við Dani og eiga í raun sigurinn vísan í hinum geysisterka D-riðli. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi og fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er staddur í Doha og Vísir ræddi við hann um leikinn í gær og framtíðarhorfur liðsins. „Úrslitin hafa komið okkur öllum á óvart,“ sagði Kretzschmar en þegar Vísir ræddi við hann daginn fyrir fyrsta leik sagði hann að væntingar gagnvart þýska liðinu væru hófstilltar. Hann reiknaði ekki með sigri gegn Póllandi í fyrsta leik en það varð svo niðurstaðan. „Ég er ekki bara ánægður með úrslitin heldur einnig frammistöðuna og hvernig liðið hefur spilað. Þetta er fallegur handbolti og án margra mistaka. Liðið virðist ná einstaklega vel saman.“ „En það er alveg ljóst að Danir spiluðu ekki sinn besta handbolta í gær. Þeir geta spilað betur. En strákarnir gerðu sitt mjög vel - börðust mikið og voru nálægt því að vinna. Það eru allir mjög ánægðir með þetta lið í Þýskalandi.“Sjá einnig: Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Þýskaland er í efsta sæti D-riðils og mun með sigrum gegn Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér efsta sæti riðilsins. Það lið mætir liðinu sem hafnar í fjórða sæti C-riðils en þar situr Ísland nú. „Argentína verður erfiður andstæðingur. Það vita Danir vel og skal ekki vanmeta Argentínu. En ég reikna með að við vinnum síðasta leikinn okkar í riðlinum [gegn Sádí Arabíu] sem þýðir að við erum með öruggir með fyrsta eða annað sæti riðilsins.“ „Það var markmið okkar. Að sleppa við Frakkland og Svíþjóð í 16-liða úrslitunum. Hvað svo gerist verður maður að sjá. Hvort við vinnum riðilinn eða verðum í öðru sæti skiptir mig persónulega engu máli.“Sjá einnig: Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Hann segir að það sé bjart framundan í þýskum handbolta. „Það sem hefur heillað mig er að í þessu liði er mikill leikskilningur og mikil hugsun. Vissulega er smá fall niður á við í gæðum leikmanna frá byrjunarliðinu á hina í hópnum en þetta er lið sem er á góðum aldri og stefnir í rétta átt. Það er afar mikilvægt.“ „En við skulum ekki gleyma því að við áttum eiginlega ekki að vera með á þessu móti,“ minnir Kretzschmar á og brosir. Þýskaland fékk eins og kunnugt er keppnisrétt eftir að Áströlum var kastað úr keppninni af IHF. „Við erum eins og Danmörk 1992,“ bætir hann hlæjandi við en Danir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu eftir að hafa fengið þátttökurétt á EM í Svíþjóð með óhefðbundnum leiðum sem kunnugt er.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær. 21. janúar 2015 13:00 Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Stefan Kretzschmar í viðtali við Vísi um Dag Sigurðsson, Aron Pálmarsson og möguleika Íslands á HM í Katar. 16. janúar 2015 14:00 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM. 20. janúar 2015 21:19 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt Þjóðverjar gerðu jafntefli við Dani í Íslendingaslag á HM í kvöld. 20. janúar 2015 21:17 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær. 21. janúar 2015 13:00
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Stefan Kretzschmar í viðtali við Vísi um Dag Sigurðsson, Aron Pálmarsson og möguleika Íslands á HM í Katar. 16. janúar 2015 14:00
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00
Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17
Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM. 20. janúar 2015 21:19
Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00
Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt Þjóðverjar gerðu jafntefli við Dani í Íslendingaslag á HM í kvöld. 20. janúar 2015 21:17