Handbolti

Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson fær hér gult spjald frá dómurum leiksins í gær.
Dagur Sigurðsson fær hér gult spjald frá dómurum leiksins í gær. Vísir/Getty
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær.

Þetta var í annað skiptið sem Guðmundur og Dagur mætast með landslið á stórmóti og báðir leikirnir hafa endað með jafntefli. Ísland, undir stjórn Guðmundar, gerðir 37-37 jafntefli við Austurríki á EM 2010 en Dagur þjálfaði þá austurríska landsliðið.

Á Evrópumótinu í Austurríki voru það lærisveinar Dags sem skoruðu jöfnunarmarkið eftir að hafa unnið upp þriggja marka mun í lokin en í gær voru það lærisveinar Guðmundar sem skoruðu jöfnunarmarkið eftir að hafa unnið upp þriggja marka mun á lokasprettinum.

Austurríska landsliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 46 sekúndunum í jafnteflinu á móti Íslendingum á EM 2010 en í gær unnu Danir upp þriggja marka forskot Þjóðverja á síðustu níu mínútum leiksins.

Markus Wagesreiter skoraði jöfnunarmark Austurríkismanna á móti Íslandi á EM 2010 en í gær var það hinn íslensk ættaði Hans Lindberg sem tryggði Dönum eitt stig.



Einvígi Guðmundar og Dags á stórmótum

Einvígi eitt á EM 2010(37-37 jafntefli)

1.-10. mínúta: Jafnt 6-6

11.-20. mínúta: Dagur 7-6

21.-30. mínúta: Guðmundur 8-4

Fyrri hálfleikur: Guðmundur 20-17

31.-40. mínúta: Dagur 8-5

41.-50. mínúta: Guðmundur 6-5

51.-60. mínúta: Dagur 7-6

Seinni hálfleikur: Dagur 20-17



Einvígi tvö á HM 2015 (30-30 jafntefli)

1.-10. mínúta: Jafnt 5-5

11.-20. mínúta: Jafnt 6-6

21.-30. mínúta: Jafnt 5-5

Fyrri hálfleikur: Jafnt 16-16

31.-40. mínúta: Dagur 6-5

41.-50. mínúta: Dagur 4-3  

51.-60. mínúta:  Guðmundur 6-4

Seinni hálfleikur: Jafnt 14-14


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×