Handbolti

Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Vísir/Eva Björk
„Ég er bara svekktur. Við hefðum átt að vinna þennan leik,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld.

„En Frakkarnir eru örugglega líka svekktir enda jafn leikur. Bæði liðin hefðu getað stolið þessu en það vorum við sem fengu þessa lokasókn. En svo fór sem fór,“ bætti hann við en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann segir að það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvort það hefði mátt gera eitthvað betur í lokasókninni í leiknum.

„Leikurinn á í raun aldrei að ráðast á síðustu sókninni. Ég er bara ánægður með að hafa fengið eitt stig fyrst og fremst. En þetta voru svolítið kómískir ákvarðanir sem dómararnir tóku á leiknum og það bitnaði á báðum liðum. Maður vissi ekkert hvað maður mátti gera og hvað ekki.“

„Þetta var okkar besti leikur í þessari keppni, sem var kannski erfitt. Allt gekk vel og mjög jákvæður leikur sem við getum tekið með okkur í næsta leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×