Weinhold: Hlakka til að hitta Alfreð Arnar Björnsson í Katar skrifar 31. janúar 2015 16:34 Steffen Weinhold spilaði mjög vel með Þjóðverjum á HM. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01
Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03
Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49
Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30