Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þetta var ljótt að sjá. mynd/skjáskot Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00