Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Sepp Blatter vill ekki sjá rasisma í fótboltanum. vísir/getty Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015 FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015
FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30
Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45