Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Sepp Blatter vill ekki sjá rasisma í fótboltanum. vísir/getty Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015 FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015
FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30
Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45