Redknapp: Miðjumenn Arsenal gætu ekki tæklað kvöldmatinn sinn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Oliver Giroud, framherji Arsenal, sársvekktur í gærkvöldi. vísir/getty Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25