Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. mars 2015 12:00 „Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira