Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. mars 2015 17:46 Rætt er við Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman og eiginkonu hans Ishrat í þættinum í kvöld. Vísir Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00