Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 15:59 David Luiz fagnar jöfnunarmarki sínu með tilþrifum. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira