Schalke skoraði fjögur mörk á Bernabéu en Real komst áfram | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 17:09 Klaas-Jan Huntelaar. Vísir/AFP Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04. Flestir bjuggust ekki við miklu af liði Schalke 04 í leiknum en frábær frammistaða þýska liðsins dugaði næstum því enda vantaði liðið bara eitt mark til að senda Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld og það gerði Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar líka fyrir Schalke. Schalke byrjaði leikinn mjög vel á móti hálfsofandi liði Real Madrid og þýska liðið var búið að fá eitt gott færi þegar Christian Fuchs skoraði fyrsta mark leiksins á tuttugustu mínútu og kom Schalke-liðinu í 1-0. Markið var því búið að liggja í loftinu. Það tók Real Madrid aðeins fimm mínútur að jafna metin en Cristiano Ronaldo skoraði þá með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Þýska liðið var ekkert að láta þetta mark slá sig út af laginu og Klaas-Jan Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 40. mínútu eða aðeins nokkrum sekúndum efir að hann átti þrumuskot í samskeytin. Örstuttu síðar fylgdi Hollendingurinn eftir skoti félaga sína og skoraði á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo var hinsvegar einn af fáum með lífsmarki í liði Real Madrid í fyrri hálfleiknum og hann jafnaði metin aftur á 45. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Fábio Coentrao. Karim Benzema kom Real Madrid yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark spænska liðsins á 53. mínútu en Leroy Sané, sem er 19 ára strákur sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjórða mark Schalke og sitt annað mark á 85. mínútu og setti þá mikla spennu í leikinn enda þurfti þýska liðið þá bara eitt mark til viðbótar til að fara áfram á fleiri mörkum á útivelli. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, var betri en enginn í lokin og varði meðal annars frá Benedikt Höwedes en þýska liðið pressaði á lokakaflanum. Real Madrid hélt út en með naumundum þó og leikur liðsins verður örugglega harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum eftir leikinn.Schalke kemst í 1-0 á móti Real Madrid Ronaldo jafnar fyrir Real Madrid Klaas-Jan Huntelaar skorar gegn gömlu félögunum Ronaldo jafnar aftur fyrir Real Madrid Karim Benzema skorar fyrir Real Madrid Sané jafnaði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik Klaas-Jan Huntelaar með sitt annað mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04. Flestir bjuggust ekki við miklu af liði Schalke 04 í leiknum en frábær frammistaða þýska liðsins dugaði næstum því enda vantaði liðið bara eitt mark til að senda Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld og það gerði Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar líka fyrir Schalke. Schalke byrjaði leikinn mjög vel á móti hálfsofandi liði Real Madrid og þýska liðið var búið að fá eitt gott færi þegar Christian Fuchs skoraði fyrsta mark leiksins á tuttugustu mínútu og kom Schalke-liðinu í 1-0. Markið var því búið að liggja í loftinu. Það tók Real Madrid aðeins fimm mínútur að jafna metin en Cristiano Ronaldo skoraði þá með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Þýska liðið var ekkert að láta þetta mark slá sig út af laginu og Klaas-Jan Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 40. mínútu eða aðeins nokkrum sekúndum efir að hann átti þrumuskot í samskeytin. Örstuttu síðar fylgdi Hollendingurinn eftir skoti félaga sína og skoraði á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo var hinsvegar einn af fáum með lífsmarki í liði Real Madrid í fyrri hálfleiknum og hann jafnaði metin aftur á 45. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Fábio Coentrao. Karim Benzema kom Real Madrid yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark spænska liðsins á 53. mínútu en Leroy Sané, sem er 19 ára strákur sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjórða mark Schalke og sitt annað mark á 85. mínútu og setti þá mikla spennu í leikinn enda þurfti þýska liðið þá bara eitt mark til viðbótar til að fara áfram á fleiri mörkum á útivelli. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, var betri en enginn í lokin og varði meðal annars frá Benedikt Höwedes en þýska liðið pressaði á lokakaflanum. Real Madrid hélt út en með naumundum þó og leikur liðsins verður örugglega harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum eftir leikinn.Schalke kemst í 1-0 á móti Real Madrid Ronaldo jafnar fyrir Real Madrid Klaas-Jan Huntelaar skorar gegn gömlu félögunum Ronaldo jafnar aftur fyrir Real Madrid Karim Benzema skorar fyrir Real Madrid Sané jafnaði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik Klaas-Jan Huntelaar með sitt annað mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira