Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 27. mars 2015 15:07 Aron Kristjánsson er ekki í viðræðum um lengri samning við Guðmund B. og HSÍ. vísir/eva björk/vilhelm „Ég heyrði af þessu rétt áðan,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þær fregnir að Aron Kristjánsson myndi hætta þjálfun danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn í sumar. Aron er einnig landsliðsþjálfari Íslands en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú einbeitum við okkur að því að undirbúa liðið fyrir mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Það er því ekkert nýtt í samningaviðræðunum.“ Hann segist ekki útiloka neitt hvað framhaldið varðar en að staðan yrði metin út frá gengi liðsins og hvort það komist á lokakeppni EM í Póllandi. „Við eigum enn eftir að klára okkar umræðu - fara yfir árangurinn og hvert við stefnum. En það er ekki nokkur spurning að ég tel að Aron sé mjög góður kostur fyrir landsliðið.“Aron rætt við Hauka Gamla starfið hans Arons hjá Haukum losnar í sumar þegar Patrekur Jóhannesson lætur af störfum, en Aron viðurkennir í samtali við Vísi að hafa rætt lauslega við sína gömlu yfirmenn á Ásvöllum. „Ég hef rætt lauslega við þá þar sem þessi staða hjá Kolding hefur verið í deiglunni í svolítinn tíma. Maður hefur auðvitað spáð hvað tekur við,“ segir Aron við Vísi. Ljóst er að taki hann við Haukum verður hann ekki áfram landsliðsþjálfari. Það féll í grýttan jarðveg hjá félögunum í deildinni þegar Aron stýrði Haukaliðinu fyrsta árið sitt með landsliðið. „Það er ljóst að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveða sig,“ segir Aron sem endurspeglar orð formannsins um samningaviðræðurnar. „Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað. Maður er bara að einbeita sér að leikjunum í undankeppninni,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Ég heyrði af þessu rétt áðan,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þær fregnir að Aron Kristjánsson myndi hætta þjálfun danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn í sumar. Aron er einnig landsliðsþjálfari Íslands en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú einbeitum við okkur að því að undirbúa liðið fyrir mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Það er því ekkert nýtt í samningaviðræðunum.“ Hann segist ekki útiloka neitt hvað framhaldið varðar en að staðan yrði metin út frá gengi liðsins og hvort það komist á lokakeppni EM í Póllandi. „Við eigum enn eftir að klára okkar umræðu - fara yfir árangurinn og hvert við stefnum. En það er ekki nokkur spurning að ég tel að Aron sé mjög góður kostur fyrir landsliðið.“Aron rætt við Hauka Gamla starfið hans Arons hjá Haukum losnar í sumar þegar Patrekur Jóhannesson lætur af störfum, en Aron viðurkennir í samtali við Vísi að hafa rætt lauslega við sína gömlu yfirmenn á Ásvöllum. „Ég hef rætt lauslega við þá þar sem þessi staða hjá Kolding hefur verið í deiglunni í svolítinn tíma. Maður hefur auðvitað spáð hvað tekur við,“ segir Aron við Vísi. Ljóst er að taki hann við Haukum verður hann ekki áfram landsliðsþjálfari. Það féll í grýttan jarðveg hjá félögunum í deildinni þegar Aron stýrði Haukaliðinu fyrsta árið sitt með landsliðið. „Það er ljóst að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveða sig,“ segir Aron sem endurspeglar orð formannsins um samningaviðræðurnar. „Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað. Maður er bara að einbeita sér að leikjunum í undankeppninni,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira