Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 11:33 Vegna vinsælda Gunnars Nelson finnst þingmanni Sjálfstæðisflokks nauðsynlegt að taka umræðu um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu. Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“ Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“
Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira