Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 13:38 Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, og Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson. Aldrei fór ég suður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Aldrei fór ég suður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira