Hér á nýbygging Alþingis að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2015 22:00 Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi. Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi.
Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira