Húsmæður sögðu Reykdalsstíflu lífshættulega árið 1970 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 11:15 Hafnarfjarðarbær kannast ekki við kvartanir vegna stíflunnar en skrifað var um það í Vísi fyrir 45 árum. Vísir/Vísir/Ernir Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49
Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent